We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

LENDING

by Benni Hemm Hemm

/
  • Book/Magazine

    Rauð og rjóð riso-prentuð ljóðabók með textum af plötunni Lendingu.
    Handprentuð með umhverfisvænasta prenti jarðar og föndruð saman af ást og umhyggju.
    Fallegur prentgripur sem kemur út í takmörkuðu upplagi.

    ///

    Red and rosy riso-printed book of poetry with lyrics from the album Lending.
    Handprinted with the most environment friendly print materials on earth and put together with love and tenderness.
    Beautiful piece of print, published in a limited edition.
    ships out within 7 days
    edition of 100 
    Purchasable with gift card

      €18 EUR or more 

     

  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      €7 EUR  or more

     

1.
Held niðrí mér andanum Held niðrí mér andanum og sé hvað ég kemst langt ég ætlaði að setjast niður og gera ekki neitt en ef ég sest niður þá er ég að gera eitthvað og ef ég ætla ekki að gera neitt eftir að ég er sestur þá er ég alltaf að anda og ef ég anda ekki þá er ég að halda niðrí mér andanum halda niðrí mér andanum halda niðrí mér andanum...
2.
Eitthvað leiður Held ég sé eitthvað leiður Var að gera upp gamlar erjur kannski er ég bara þreyttur af því að gúmmíið er búið og fílíngurinn er annar og breyttur
3.
Mynd 03:33
Mynd Þú gætir horft á þessa mynd og sagt: það er ekkert á þessari mynd jú, það er eitthvað á þessari mynd það sést bara ekki því það er myrkur glugginn er byrgður af einhverju fyrir utan
4.
Lending 03:24
Lending Ég sá þig fyrst í annarri röð klifraði yfir sætin og sagði hæ Þú varst löngu kominn inn en fyrir utan var örtröð Það var lending, brotlending Ég var á leiðinni bakvið svið þar sem ég ætlaði að drekka í mig kjark ég var á leiðinni bakvið svið Þar sem ég ætlaði að drekka í mig blindu, drekka í mig ómengað myrkur til þess að sjá ekki Ég var á leiðinni bakvið svið að reyna að vera ekki til Reyna að vera blindur, til að sjá Sjá ekki það sem var beint, beint fyrir framan mig alltaf, beint fyrir framan mig alltaf Það var lending, brotlending
5.
Hvað sem er 02:26
Hvað sem er Komdu, komdu og segðu mér komdu, leyfðu mér að heyra kvart og kvein um hvað sem er Komdu, komdu og segðu mér hvað sem er Finnst þér ekki stundum eins og allt sé farið úr fókus eða sé bara eitthvað undarlegt Ömurlegt, óþægilegt Komdu, komdu og segðu mér kvart og kvein um hvað sem er
6.
Á ÓVART Þú veist að þú kemur mér alltaf á óvart þú finnur alltaf til þess áður ófundna leið þú veist að það er ekkert í þessu lífi sem skiptir máli annað en að knúsa og hlæja Þú veist að þú með því að skella á mig eða kyssa mig og knúsa þú veist ég verð að koma þessu frá mér núna til þess að koma þér á óvart Kött Grá Pje: Stundum er ég lúser spúi mínum svarta reyk hökti eins og sláttuvél orðin pínu hjartaveik en þú og þetta bros og það smýgur oní kvikuna um sunnudaga undir sæng að síga inn í vikuna hvernig get ég verið fucked með þetta næst við hliðina þótt ég skilji stundum ekki orð og fæsta siðina tíminn gengur rösklega um göngustíg á nesinu þú segir mér frá svartagaldri sem þú hefur lesið um hrífur upp og rífur bönd svo draugar ganga fram snýrð öllu við og upp á rönd uns augað fangar mann ég skil ekki og kann ekki en vil og langar til á meðan er hver dagur nóg og ekkert þangað til
7.
Sunnudagsdropi Fatahengið fullt, fullt af fjöðrum og eldi Reykur á ganginum, gluggarnir glerlausir niður veggina leka gleðitár Hendurnar skjálfa, hendurnar og fæturnir skjálfa Allt skelfur, það skelfur allt af ótta í nótt Speglaður neisti, í stofuglugganum lygni aftur augunum og læt mig dreyma Læt mig dreyma um að íbúðin sé full af gasi Innst í myrkrinu, gullkúla, lítil gullkúla sem eldsnöggt bráðnar, á örskotsstundu
8.
3000 03:39
3000 Andlitið þitt er eins og hrúga af berjum (rauð blá) það lyktar af manni, en ég veit ekki hverjum Handarbakið er eins og óskrifað blað ég ætla að skrifa eitthvað á það ég ætla að skrifa eitthvað á það en ég veit ekki hvað Augun þín eru eins og gamalt naglalakk það bítur ekkert á þau nema aseton, það bítur ekkert á þau nema asetón og nautahakk og nautahakk Tennurnar og neglurnar eru í sama lit (gular eins og fölnað sólblóm) það sem eftir er af hárinu er fagurhvítt Þú veist hvar ég er þú veist hvaðan ég kem Þú hefur aldrei farið í sturtu eða bað þú hefur meiraðsegja aldrei spurt neinn útí það Þú hefur aldrei spurt neinn útí það hvernig það virkar að fara í bað Röddin þín er skerandi og ísköld (sker sig inní hlustina eins og hjólsög) og það sem þú segir er eins og gömul æla í gólfteppi Í búðinni biðurðu um smjör og sólarvörn sykur, matarolíu, slátur og korn Þú ert með horn og líkþorn, Þú ert með horn og líkþorn Allt í þínu lífi mun fara á versta veg (miklu verr en þú getur ímyndað þér) í næsta lífi verður þjáning þín óbærileg Þú veist hvar ég er þú veist hvaðan ég kem
9.
Ísskápurinn Hún var alveg eins og fis og hún hló hló alltaf á milli setninga um helgar fór hún alla leið út á nes að fá sér ís og láta telja í sér litningana Hún var í lausu lofti, laflausu lofti, í rokinu útá nesi einingis þeir allra þyngstu eru jarðtengdir þar. Hún vildi ekki veruleikann, frosinn veruleikann hún vildi glóandi myrkrið og við spurningum sínum svar. Litla kytran bakvið þungu hurðina var hennar höll og hennar sveit þar var hún ein með öllum og með engum öll. Hurðin þunga að ilmandi kytrunni féll að stöfum að innan heyrðist dropá, dropá, dropá gólfið og hlátrasköll. Hún var alveg eins og fis en að innan var hún 100þús, 100þús, 100þús kíló hvernig gat hún ekki, hvernig gat hún ekki sligast? Undir myndinni í stofunni af manninum með andlitið í lófunum, andlitið í lófunum sat hún marga daga Hún var alveg eins og fjöður, svífandi bræðandi frosinn veruleikann í laflausu lofti, rokin útí bláinn
10.
Í hag 03:16
Í hag Hún er strá þau eru frá Hún getur allt þau eru gagnslaus Hún svífur þau ljúga Hún segir alltaf satt þau sjúga alla gleði og alla birtu úr öllu Hún er ein oní sófa undir skýji af myrkri. Neðan þilja er slím frosið, harðnað og frosið Blóð, soðið, hakkað Hún reynir að halda takti en gleymir sér og sofnar Heyrir ekki í símanum Ætlar svo sannarlega að hringja til baka Bara ef þau vissu að hún sé ekki eins slæm og þau halda að hún sé Það er ykkur í hag að láta hana í friði Þótt þið getið ekki skilið það þá er hún yfir ykkur hafin Látið hana í friði það er ykkur í hag
11.
Undir fjalli 02:34
Undir Fjalli Stafur ofaná staf dropi á eftir dropa Yfir himininn lekur málningarsletta sekkur á dýpsta kaf Inni í smáum kofa í reyk undir súð liggur stelpa hálflömum sem einhver hafði lofað lífi Mölur á moldargólfi ryk í sprungin lungu hvernig getur von verið að finna í búri undir fjalli

credits

released September 2, 2022

license

all rights reserved

tags

about

Benni Hemm Hemm Reykjavík, Iceland

Benni Hemm Hemm is a band from Iceland

---

The Melting Diamond Band is the latest live operation of Icelandic musician Benni Hemm Hemm. Somehow mr. Hemm Hemm has found every drug addict ghost gang member on the streets of Reykjavík who has a musical talent and he´s gathered them for this wonderful mess. These really are dangerous people, so stay away.

- The Reykjavík Grapevine
... more

contact / help

Contact Benni Hemm Hemm

Streaming and
Download help

Report this album or account

If you like Benni Hemm Hemm, you may also like: